AF STAÐ á Reykjanesið: Menningar- og sögutengdar gönguferðir í ágúst og september
Þriðja sumarið í röð er boðið upp á menningar- og sögutengdar gönguferðir með leiðsögn í sveitarfélögum á Reykjanesskaganum.
Ferðirnar hefjast um verslunarmannahelgina en þá verður gönguhátíð í Grindavík. Ferðir 2, 5 og 6 koma í lok hátíða hjá sveitarfélögum þ.e.: Fjölskylduhátíðar í Vogum, Sandgerðisdaga og Ljósanætur í Reykjanesbæ. Göngufólki er bent á að skoða heimasíður sveitarfélaga, þar sem tjaldsvæði, veitingar, sund og önnur þjónusta er kynnt.
Ferðir í ágúst og sept.:
1. Gönguhátíð í Grindavík um verslunarmannahelgina 1. – 4. ágúst.– Boðið verður upp á fjórar göngur frá föstudegi – mánudags. Sjá nánari upplýsingar á www.grindavik.is
2. Mæting við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd, sunnudaginn 10. ágúst , kl 11. Gengin gömul þjóðleið, Almenningsvegur að Kúagerði um. 6 km www.vogar.is
3. Mæting við stóra skiltið við innkomuna í Garð við Garðveg. sunnudaginn 17. ágúst, kl 11. Gengin gömul þjóðleið, Garðstígur að Hólmsbergskirkjugarði, 7,5 km
4. Mæting við slysavarnarskýlið á Bláfjallaleið, sunnudaginn 24. ágúst, kl. 11. Gengin gömul þjóðleið, Selvogsgata frá Grindarskörðum að Hlíðarvatni í Selvog um 18 km 6-7 tímar. Þátttökugjald kr. 2000. www.sjfmenningarmidlun.is
5. Mæting við sundlaugina í Sandgerði – sunnudaginn 31. ágúst, kl 11. Gengin gömul þjóðleið, Sandgerðisvegur að Keflavíkurborg, gömul fjárborg, 8 km www.sandgerdi.is
6. Mæting við Duushús í Reykjanesbæ. sunnudaginn 7. september, kl 11. Gengið fráMelabergi gömul þjóðleið, Hvalsnesvegur að Grófinni í Keflavík, 6,5 km
Göngurnar taka um 3-4 tíma með fræðslustoppum nema annað sé tekið fram. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum. Boðið verður upp á þátttökuseðil þar sem stimplað verður fyrir ferð í hverju sveitarfélagi. Eftir 3-6 ferðir, verður dregið úr þátttökuseðlum og einhverjir þrír heppnir fá verðlaun við hæfi göngufólks. Dregið verður í Hvalsnesgöngu. Ferðirnar eru yfirleitt í boði viðkomandi sveitarfélags og því ekkert þátttökugjald nema annað sé tekið fram. Rútugjald er kr. 500. Frítt fyrir börn. Þátttakendur mæta á upphafsstað göngu og rúta sækir eða skilar fólki.
Leiðsögumennirnir Ómar Smári Ármannsson og Sigrún Jónsd. Franklín verða með menningar- og sögutengdan fróðleik í ferðum.
Hver ferð verður kynnt nánar þegar nær dregur og eins ef um breytingar er að ræða þá má sjá það á www.sjfmenningarmidlun.is og á heimasíðum sveitarfélaga.
Umsjónarmaður gönguverkefnis, AF STAÐ á Reykjanesið, Sigrún Jónsd. Franklín, sjf menningarmiðlun, gsm 6918828/[email protected]