AF STAÐ á Reykjanesið
Menningar- og sögutengdar gönguferðir
Í ár eins og í fyrra verður boðið upp á menningar- og sögutengdar gönguferðir á Reykjanesskaganum í samvinnu við sjf menningarmiðlun, FERLIR og sveitarfélögin á Suðurnesjum. Boðið verður upp á fimm gönguferðir með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum, á tímabilinu 6. ágúst – 2. sept. ´07. Leiðsögumenn Reykjaness stýra göngum og verða með menningar- og sögutengdan fróðleik á leiðunum.
Ferðirnar miðast við gönguferð fyrir alla fjölskylduna og er áætlað að hver ganga taki ca. 3 - 4 tíma með stoppum. Gott er að hafa nesti og góða skó og klæða sig eftir veðri. Boðið verður upp á kort þar sem göngufólk fær stimpil fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara í 3 - 5 gönguleiðir, verður dregið úr kortum þátttakenda og einhverjir þrír heppnir fá verðlaun við hæfi göngufólks. Dregið verður eftir síðustu gönguna.
Ferðir 2, 4 og 5 koma í lok hátíða hjá sveitarfélögum þ.e.: Fjölskylduhátíð í Vogunum, Sandgerðisdögum og Ljósanótt. Ferðirnar enda allar við hvert sveitarfélag fyrir sig og er göngufólki bent á að skoða heimasíður sveitarfélaga, þar sem veitingar, sund og önnur þjónusta er kynnt.
Fólk mætir á upphafsstað göngu og rúta sækir hópinn á endastað ef þess þarf. Hver ferð verður kynnt nánar þegar nær dregur. sjá www.leidsogumenn.is og heimasíður sveitarfélaga.
Ferðir:
1.ferð: Bláa Lónið – Baðsvellir – Skipsstígur að hluta – Illahraun, ca. 7 km – mánudaginn 6. ágúst , mæting kl 13. www.grindavik.is
2. ferð: Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd, Þórustaðastígur að hluta – Þórustaðaborg - Staðarborg – Kálfatjörn ca. 4 km sunnudaginn 12. ágúst mæting kl 11. www.vogar.is
3. ferð: Hólmsneskirkjugarður Keflavík – Garður. Garðstígur 7,5 km sunnudaginn 19. ágúst, mæting kl 11. www.sv-gardur.is
4. ferð: Sundlaugin í Sandgerði – Keflavík, Sandgerðisvegur 8 km sunnudaginn 26. ágúst, mæting kl 11. www.sandgerdi.is
5. ferð: Íþróttaakademían Reykjanesbæ – Melaberg , Hvalsnesvegur 6,5 km sunnudaginn 2. september, mæting kl 11. (Í lok ferðar, verðlaunaafhending). www.reykjanesbaer.is
Gjald einstaklinga fyrir ferð fer eftir því hversu vel gengur að fá styrktaraðila eða á bilinu 0 – 1000 kr frítt fyrir börn undir 12 ára aldri.
AF STAÐ á Reykjanesið
Sigrún Jónsd. Franklín, leiðsögumaður Reykjaness.
[email protected] eða gsm 6918828.
sjf menningarmiðlun