AF STAÐ á Reykjanesið – Stórhöfðastígur á laugardag
Önnur gangan í gönguröðinni AF STAÐ á Reykjanesið verður á morgun, laugardag. Að þessu sinni verið gengið eftir Stórhöfðastíg, sem er hluti þjóðleiðar milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur.
Gengið verður frá Krýsuvíkurvegi um Brunntorfur framhjá Fjallinu eina og Hrútagjá upp á Undirhlíðarveg. Svæðið býr yfir mikilli náttúru- og jarðfræðisögu. Áætlað er að gangan taki um 3 - 4 klst. með fræðslustoppum. Þetta er frekar auðveld leið. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð. Akstur til baka. Þátttökugjald er kr. 1.500. Frítt fyrir börn.
Gangan er önnur ferð af tólf menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða með leiðsögn sumarið ´09. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 6 - 12 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá veglega vinninga. Dregið verður í síðustu göngu. Þátttakendur eru beðnir um að muna eftir að taka þátttökuseðla með í ferðir. Allir velkomnir.
AF STAÐ á Reykjanesið: 2. ferð, laugardaginn 16. maí, kl. 11, Stórhöfðastígur, Krýsuvíkurvegur/Bláfjallaleið að Undirhlíðavegi/Djúpavatnsleið - 8 km
Upphafsstaður: Akið að mótum Krýsuvíkur- og Bláfjallaleiðar að stóra Bláfjallaskiltinu.
Nánari upplýsingar um ferðir:
www.sjfmenningarmidlun.is
[email protected] /gsm 691 8828