Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Af stað á Reykjanesið
Mánudagur 31. júlí 2006 kl. 15:31

Af stað á Reykjanesið

Leiðsögumenn Reykjaness og Ferðamálasamtök Suðurnesja kynna gamlar þjóðleiðir á Reykjanesskaga. Hugmyndin er að bjóða upp á fimm menningar- og sögutengdar gönguferðir um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum frá 6. ágúst til 3. september.

Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út göngukortið „Af stað“ á Reykjanesið og hafa jafnframt verið að stika gömlu þjóðleiðirnar. Leiðsögumenn Reykjaness munu sjá um fræðsluna og leiða hópinn. Reynt verður að gera göngurnar bæði skemmtilegar og fræðandi. Ferðirnar miðast við alla fjölskylduna og er áætlað að hver ganga taki um 4 tíma með leiðsögn og nestisstoppi. Boðið verður upp á kort þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð og þegar búið verður að fara 3-5 þjóðleiðir, verður dregið úr kortum og einhver heppinn fær góð verðlaun. Dregið verður eftir síðustu gönguna.

Stefnt er að því að tengja ferðirnar hátíðum sveitarfélaganna: Vogahátíð, Sólseturshátíð, Sandgerðisdögum og Ljósanótt. Ferðirnar enda við hvert sveitarfélag, þar sem að fólk getur farið í sund, fengið sér að borða og gist á tjaldsvæðum og notið hátíða sveitarfélaganna.

Fyrsta ferðin verður um Verslunarmannahelgina; Bláa Lónið, Grindavík - Húsatóftir, Árnastígur og Reykjavegur að hluta, alls um 7 km ganga og hefst sunnudaginn 6.ágúst, mæting kl. 11.00. (Tilboð 2 fyrir 1 í Bláa Lónið fyrir göngufólk).

Göngufólk mætir á auglýstan upphafsstað göngu og rúta sækir hópinn á endastað göngu. (Greiða þarf fyrir rútuferð).

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.reykjanesguide.is



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024