Af kvennakvöldi Lilju og Lúðvíks í Aðalveri
Gríðarlega góð stemning var á Kvennakvöldi Lilju og Lúðvíks sem haldin var í Aðalveri, kosningamiðstöð Lúðvíks Bergvinssonar í Reykjanesbæ. Mættar voru um 80 konur sem nutu góðra veitinga en boðið var upp á léttar veiga, snittur, konfekt og ávexti sem hægt var að dífa í súkkulaðigosbrunn sem vakti mikla lukku.
Ekki síðri ánægju vakti Bryndís Schram sem kom og heiðraði samkomuna og sagði m.a. frá veru sinni í Bandaríkjunum og Finnlandi á sinn einstaka hátt. Lilja, sem býður sig fram í 4-5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, kynnti sig og sín sem stefnumál og var gerður góður rómur að hennar áherslum. Hún hefur lýst opinberlega yfir stuðningi sínum við Lúðvík, en eins og menn vita býður hann sig fram í 1. sæti listans.
Fleiri góðar konur komu fram, auk þess sem sýnd var förðun frá Snyrtiskóla Íslans. Síðast en ekki síst var dregið í happdrætti þar sem aðalvinningurinn var málverk frá henni vinsælu listakonu Döllu sem heitir fullu nafi Dagmar Róbertsdóttir. En Dalla er með myndlistarsýningu í Aðalveri fram að kosningadegi og er hún opin daglega frá kl. 16.00 – 22:00.
Kvölið var einstaklega skemmtilegt og vel heppnað og ekki annað að sjá að allir færu heim léttir í lund og með bros á vör að sögn þeirra sem stóðu fyrir kvennakvöldinu.
Fréttatilkynning.