Af 26 kjólum í úrslitum voru 13 úr Reykjanesbæ
Um síðustu helgi fór fram úrslitakeppni í hönnunarsamkeppni Icelandic Models en hún er ætluð krökkum í efstu bekkjum grunnskóla. Keppnin hefur ætíð verið vel sótt hjá nemendum í Reykjanesbæ og var árið í ár engin undantekning. Af 26 stúlkum sem komust í úrslit voru 13 úr Reykjanesbæ. Stúlkurnar 13 sem komust í úrslit sýndu síðan flíkurnar á Jólahátíð grunnskólana í gærkvöld.
Nemendur í grunnskólum um allt land eiga kost á því að taka þátt en nemendur í Reykjanesbæ hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Í ár var þema keppninnar hamskipti og gátu nemendur breytt gamalli flík í nýja eða notast við hugtakið hamskipti. Nemendur Reykjanesbæjar lentu í verðlaunasætum í öllum bekkjum en Íris Ösp Sigurbjörnsdóttir lenti í 1. sæti í 10 bekk. Þóra Björg Sigurþórsdóttir varð í 1. sæti í 9. bekk og Lilja Karen Steinþórsdóttir í öðru. Í 8. bekk komu 2. og 3. sæti í hlut Reykjanesbæjar en þar var Vigdís Einarsdóttir í öðru og Íris Gylfadóttir í þriðja.
Nemendur í grunnskólum um allt land eiga kost á því að taka þátt en nemendur í Reykjanesbæ hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Í ár var þema keppninnar hamskipti og gátu nemendur breytt gamalli flík í nýja eða notast við hugtakið hamskipti. Nemendur Reykjanesbæjar lentu í verðlaunasætum í öllum bekkjum en Íris Ösp Sigurbjörnsdóttir lenti í 1. sæti í 10 bekk. Þóra Björg Sigurþórsdóttir varð í 1. sæti í 9. bekk og Lilja Karen Steinþórsdóttir í öðru. Í 8. bekk komu 2. og 3. sæti í hlut Reykjanesbæjar en þar var Vigdís Einarsdóttir í öðru og Íris Gylfadóttir í þriðja.