Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ævintýralega hugmyndaríkir fatahönnuðir
Miðvikudagur 9. nóvember 2011 kl. 14:21

Ævintýralega hugmyndaríkir fatahönnuðir

Á hverju ári halda samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, stóra fatahönnunarkeppni fyrir þrjá elstu árganga grunnskólans. Keppnin er kölluð Stíll 2011 og mun fara fram 19. nóvember n.k. í Ýmishúsinu í Reykjavík. Þátttakendur þurfa að hanna og sauma föt eftir ákveðnu þema og þröngum reglum Samfés, en þemað í ár er ævintýri. Einnig sjá hönnuðir um förðun og hárgreiðslu á fyrirsætu liðsins og mega starfsmenn í félagsmiðstöðunum ekkert aðstoða liðin við að gera fyrirsætur tilbúnar á keppnisstað.

Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, Samsuð, héldu á dögunum undankeppni þar sem valinn var einn fulltrúi frá hverri félagsmiðstöð í stóru úrslitakeppni Samfés. Félagsmiðstöðin Eldingin í Garði sá um keppnina þetta árið sem var haldinn í Miðgarði, nýjum sal Gerðaskóla þar sem sjö lið kepptu um þrjú sæti.

Virkilega gaman að sjá hve hugmyndarík ungmennin voru en búningarnir minntu óneitanlega á persónur úr þekktum ævintýrum.
Fjöldi fjöldi fólks kom og fylgdist með þessum upprennandi hönnuðum sína framleiðslu sína.

Þrjú lið komust áfram í úrslitakeppnina þann 19. nóv. Þau eru:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Álfadísirnar frá Félagsmiðstöðinni Eldingu.

Elísabet Þorsteinsdóttir 9. bekk

Margrét edda Arnardóttir 9. bekk

Þórdís Másdóttir 9. bekk

Þóra Lind Halldórsdóttir 10. bekk (Fyrirsæta)

-Analag Ranah- frá félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Reykjanesbæ

Sólborg Guðbrandsdóttir 10.bekk (Fyrirsæta)

Sigríður Guðbrandsdóttir 10.bekk

Heiðrún Björk Ingibergsdóttir 10.bekk

Helena Ósk Árnadóttir 10.bekk

Grindavíkurskvísurnar frá félagsmiðstöðinni Þrumunni Grindavík

Unnur Guðmundsdóttir 8.bekk

Katla Marín Þormarsdóttir 8.bekk

Edda Sól Jakobsdóttir 8.bekk (Fyrirsæta)




Myndir Ingveldur Ásdís Sigurðardóttir.