Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ævar þriðji fyndnasti Íslendingurinn
Ævar unnir sér vel á sviðinu.
Laugardagur 24. nóvember 2012 kl. 19:02

Ævar þriðji fyndnasti Íslendingurinn

Reynsluleysið hafði af honum sigurinn

Njarðvíkingurinn Ævar Már Ágústsson er þriðji fyndnasti maður Íslands ef eitthvað er að marka keppni sem haldin var í Kópavogi á föstudagskvöldið síðastliðið. Þar var Ævar ásamt fjórum öðrum háðfuglum að berjast um titilinn Fyndnasti maður Íslands og fór svo að lokum að Ævar hreppti þriðja sætið. „Ég var mjög svekktur með þriðja sætið fyrst eftir keppni en maður verður bara að líta á þetta frá björtu hliðunum, þó svo að ég hafi ekki unnið þá er mjög líklegt að þetta opni fyrir mér einhverjar dyr,“ sagði Ævar í samtali við Víkurfréttir en hann bætti því við að hann hefði skemmt sér konunglega á keppninni sem fram fór á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. „Þetta hjálpar mér bara að þróa nýtt efni sem ég kannski hendi út sjálfur þegar mér finnst ég vera tilbúinn.“

Ævar segir að hann hafi verið taugaóstyrkur á úrslitakvöldinu og á endanum hafi það kannski verið reynsluleysið sem hafði af honum sigurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Margir af vinum og kunningjum Ævars lögðu leið sína í Kópavog til þess að styðja við bakið á honum og það kunni hann vel að meta. „Stemningin var æðisleg. Það var gaman að sjá hversu margir af mínum vinum og vinnufélögum mættu, það gerði ekkert nema að hjálpa mér,“ sagði Ævar að lokum.