Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 15. febrúar 2003 kl. 13:48

Ætluðu að taka 18 holurnar

Það er ekki algengt að hægt sé að spila golf í febrúar á Íslandi. Haustið og veturinn hafa hinsvegar verið afburðagóð hvað varðar golfáhugamenn. Í morgun voru þrír félagar í Leirunni í Keflavavík og voru þeir komnir á 8 holu. Þeir Friðjón Þorleifsson, Haukur Guðmundsson og Sigurður Jónsson voru hressir og sögðu að ekkert væri að veðri, en þeir eru allir félagar í Golfklúbbi Suðurnesja. Þeir sögðu að á meðan það væri ekki snjór þá væri hægt að spila. Aðspurðir hvort ekki væri vont að spila golf í svona miklu roki sögðu þeir að það væri bara áskorun. Þeir bjuggust við að taka allar 18 holurnar í dag.

VF-ljósmynd: f.v. Haukur Guðmundsson, Friðjón Þorleifsson og Sigurður Jónsson. Á innfelldu myndinni sést hvar Haukur tekur glæsilegt teighögg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024