Ætlar að vera á Tene yfir verslunarmannahelgina
Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Árni Freyr Ásgeirsson ætlar að eyða helginni á Tenerife.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Ég ætla að vera í sumarfríi á Tenerife.
Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?
Góða skapið, að sjálfsögðu.
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?
Besta minningin mín frá verslunarmannahelgi er fyrsta ferðin mín á Þjóðhátíð.