Ætlar að halda áfram í Versló í vetur
Írena Björt Magnúsdóttir
Aldur: 16
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Fara á Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn
Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Ég hef oftast farið á unglingalandsmótið þannig frekar vanaföst en væri til í að prufa eitthvað annað
Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Unglingalandsmótið á Akureyri 2015 því þá var bæði unglingalandsmótið og ein með öllu í gangi þar
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?
Gott veður og góður félagsskapur
Hvað ertu búin að gera í sumar?
Ég er búin að vera vinna í ungó, fara í útilegur og fór til Svíþjóðar að heimsækja vinkonu mína
Hvað er planið eftir sumarið?
Halda áfram í Verslunarskóla Íslands