Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ætlar að finna kærasta
Þriðjudagur 7. janúar 2020 kl. 16:14

Ætlar að finna kærasta

Laufey Ebba Eðvarðsdóttir starfar við endurskoðun hjá Deloitte í Reykjanesbæ. Hún ætlar að finna kærasta á nýju ári. Hún svaraði áramótaspurningum Víkurfrétta:

Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég verð hjá mömmu með fjölskyldunni. Mamma var erlendis á aðfangadag svo við ætlum að fara öll saman inn í nýja árið.“

Ertu með áramótaheiti fyrir 2020?

„Er með skýrt markmið fyrir næstu jól, ég ætla að finna mér kærasta á árinu. Þetta er mest djók en smá ekki djók. Það er djók í fjölskyldunni að ef ekkert verði farið að ganga í leitinni um mitt ár sé ég reiðubúin að lækka standardinn töluvert.“

Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019?

„Árið 2019 var frábært ár hjá mér. Ég byrjun árs byrjaði ég í nýju framtíðarstarfi, ég ættleiddi hund, útskrifaðist með meistaragráðu og byrjaði að kenna dæmatíma í HR. Svo líður mér líka rosavel í sálinni, sem er mikilvægast af öllu. Amma sagði alltaf að það væri mikilvægt að lifa í sátt við guð og menn, það eru orð sem ég reyni að lifa eftir.“

Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati?

„Mér finnst flest ganga frekar vel í samfélaginu. Ég er reyndar frekar mikil Pollýanna en það virkar fyrir mig. Mér finnst til dæmis Reykjanesbær vera að lifna við. Mér finnst samfélagið hérna vera yndislegt, unga fólkið okkar víðsýnt og duglegt og bæjarbragurinn sem er að myndast meiriháttar. Í heildina litið finnst mér samfélagið alltaf verða betra og betra.“