Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Æsur fagna 25 árum með góðum gjöfum  og blómamarkaði
Sunnudagur 29. maí 2022 kl. 08:13

Æsur fagna 25 árum með góðum gjöfum og blómamarkaði

Félagar í Lionsklúbbnum Æsu fögnuðu 25 ára afmæli klúbbsins þann 26. apríl sl. Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur með 33 félögum á öllum aldri. Það er öflugt starf í klúbbnum, sem styrkir mannúðar- og menningarmál af ýmsum toga, aðallega hér í heimabyggð. Mikil áhersla er lögð á félagsstarfið, margvísleg fræðsla og kynningar skipa þar stóran sess og félagar eiga dýrmætar stundir saman.

Aðalfjáröflun klúbbsins er Blómamarkaðurinn sem haldinn er árlega um mánaðamótin maí/júní við Ytri-Njarðvíkurkirkju. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilefni af afmælinu afhenti Lionsklúbburinn Æsa styrki sem samþykktir höfðu verið nú á síðari hluta starfsársins, alls að verðmæti kr. 1.420.000.- 


Þeir sem hlutu styrkina voru:

Skammtímavistunin Heiðarholt - heitur pottur – (Snorralaug).

Brunavarnir Suðurnesja – styrkur til kaupa á sjónvarpsskjáum
og hljóðkerfi fyrir hermisetur.

Íbúar og starfsfólk Hrafnistu, Nesvöllum - gjafir sem gleðja
og efla vellíðan – hlutir til að þjálfa huga og hönd.

Unglingaráð Fjörheima – styrkur til uppbyggingar á körfuboltavelli
til minningar um Örlyg Aron Sturluson, körfuboltamann.

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum – styrkur til að kaupa á
sýnileikafatnaði handa starfsfólki.

Ytri Njarðvíkurkirkja – hjartastuðtæki.