Æla og Sex Division í tónleikaseríu Grapevine
Suðurnesjaböndin Æla og Sex Division hafa fangað athygli landsmanna og vex þessum efnilegu hljómsveitum stöðugt ásmegin. Bæði böndin munu á næstu dögum spila í umfangsmikilli tónleikaseríu sem upplýsingaritð Grapevine stendur fyrir.
Æla mun spila annað kvöld kl. 21 á Bar 11 í Reykjavík en það mun Sex Division einnig gera en ekki fyrr en þann 7. júlí næstkomandi. Til nánari glöggvunar á tónleikaseríu Grapevine er hægt að heimsækja www.grapevine.is.
Einnig er hægt að lesa skemmtilega grein um Ælu, Sex Division og TommyGun Preachers ásamt stuttu ágripi um Aftan Festival með því að smella á slóðina hér að neðan.
http://www.grapevine.is/?show=article&id=504&issue=
VF-mynd/ Arnar Fells: Sex Division framan við Alþingishúsið.