Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Æft af kappi fyrir Hljómlist án landamæra
Á æfingu í Keflavíkurkirkju.
Fimmtudagur 28. mars 2019 kl. 10:00

Æft af kappi fyrir Hljómlist án landamæra

Síðustu daga hefur verið æft af kappi fyrir List án landamæra. Þar leiða fatlaðir og ófatlaðir listamenn saman hesta sína á skemmtilegri kvöldstund sem verður í Hljómahöll þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis á skemmtunina og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Í Suðurnesjamagasíni í kvöld, fimmtudag, kl. 20:30 sýnum við frá æfingu þar sem Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Gimsteinarnir undir stjórn Önnu Karenar Friðriksdóttur æfðu saman í Kirkjulundi. Þau eru þó alls ekki einu listamennirnir sem taka þátt í Hljómlist án landamæra því einnig verða listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson, Sölku Sól og Ingó veðurguð, ásamt mörgum fleiri. Þeir Gunni og Felix sjá svo um að kynna öll atriði kvöldsins á svið. Fatlaðir listamenn koma síðan frá Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Þá taka tveir fatlaðir einstaklingar þátt í verkefninu í ár, sem jafnframt eru að gefa út plötur um þessar mundir. Það eru þeir Már Gunnarsson og Júlíus Arnar eða Júlli A eins og rapparanafnið hans er.
Þær Halla Karen Guðjónsdóttir og Guðný Kristjánsdóttir leiða verkefnið en þetta er í fjórða sinn sem List án landamæra er haldin og nú sem Hjómlist án landamæra. Þær segja verkefnið bæði skemmtilegt og gefandi og allir séu meira en til í að taka þátt í verkefniu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.