Æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir í 88 húsinu
Upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ, 88 húsið í samstarfi við Tómstundabandalag Reykjanesbæjar hefur í hyggju að bjóða ungu tónlistarfólki upp á aðstöðu til æfinga í 88 húsinu. Verið er að kanna áhuga hljómsveita og tónlistarfólks á því hvort það hafi áhuga á að koma sér upp æfingaaðstöðu í húsnæðinu. Áætlað er að hver hljómsveit leggi fram 7 þúsund krónur á mánuði sem leigu, en hljómsveitirnar verða sjálfar að útvega tækjabúnað. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Marinó í síma 864-6795.
Myndin: Frá opnun 88 hússins í janúar.