Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 27. mars 2002 kl. 10:31

Æðruleysisguðsþjónusta í Hvalsneskirkju

Æðruleysisguðsþjónusta verður í Hvalsneskirkju föstudaginn langa 29. mars nk. kl. 20.30. Í guðsþjónustunni er sjónum beint að boðskap og bataleið tólf spora leiðarinnar.Það gerist með predikun, reynslusögu og fyrirbæn og ekki síst í almennum söng og samfélagi við Guð og náungann.
Hólmsteinn Sigurðsson segir frá reynslu sinni og kór Hvalsneskirkju syngur undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur. Prestur er séra Björn Sveinn Björnsson. Allir hjartanlega velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024