Æðruleysingjar í Keflavíkurkirkju
Æðruleysismessurnar eru fastur liður í helgihaldinu í Keflavíkurkirkju. Þær fara að jafnaði fram mánaðarlega og að kvöldlagi. Formið á þeim er afslappað, prestarnir reyna að vera notalegir, Arnór og Æðruleysingjarnir, leika af sinni æðrulausu snilld og við fáum að heyra vitnisburð fólks sem hefur sigrast á fíkn vímuefna.
Næstu samverur verða þann 5. október og 2. nóvember. Þær hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Ekkert æðruleysi þar á ferðinni.