Aðventutónleikar í Garði og Sandgerði
Sunnudaginn 13. desember verða aðventutónleikar í Útskálakirkju kl.17:00 og í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20:30.
Fram koma, Kór Hvalsneskirkju og Kór Útskálakirkju, Söngsveitin Víkingarnir undir stjórn Hjördísar Einarsdóttur.
Barnakórar Grunnskólans í Sandgerði stjórnandi, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, nemendur úr Tónlistarskólanum í Garði og Tónlistarskóla Sandgerðis. Gunnar Ingi Guðmundsson leikur á bassa og Þorvaldur Halldórsson á trommur.
Tónlistarstjóri er Steinar Guðmundsson organisti.
Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.