Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:11

AÐVENTUSVEIFLA Í KEFLAVÍKURKIRKJU

Til margra ára hafa verið tónlistarkvöld í Keflavíkurkirkju fyrstu þrjá sunnudaga aðventunnar. Sunnudagskvöldið 28. nóvember verður að venju aðventusveifla í Keflavíkurkirkja kl. 20:30. Fram koma söngvararnir Rúnar Júlíusson, Einar Júlíusson, María Baldursdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Birta Rós Sigurjónsdóttir og Einar Örn Einarsson. Hljófæraleik annast poppband Keflavíkurkirkju, Guðmundur Ingólfsson, Baldur J. Jósefsson, Þórólfur Ingi Þórsson og Einar Örn Einarsson. Einnig koma fram Þórir Baldursson og Baldur Þórir Guðmundsson. Hugvekju annast Sigfús B. Ingvason. Í lok stundarinnar verður sungið við kertaljós.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024