Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aðventuhátíð í hæfingarstöðinni
Þriðjudagur 2. desember 2003 kl. 12:40

Aðventuhátíð í hæfingarstöðinni

Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi rekur hæfingarstöð að Hafnargötu 90 í Keflavík. Þar var mikið um dýrðir um helgina þegar haldin var aðventuhátíð. Rúnar Júlíusson tónlistarmaður kom og skemmti skjólstæðingum og gestum þeirra. Einnig voru fluttir leikþættir og bornar fram jólasmákökur og drykkir með. Meðfylgjandi mynd er af þremur kátum skjólstæðingum sem gerðu sér glaðan dag og brostu fyrir ljósmyndarann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024