Aðventugleði Grindvíkinga á Réttinum
Magnús Þórisson, eigandi Réttarins, hafði samband við Grindvíkinga á dögunum og bauð þeim til sín miðvikudagskvöldið 29. nóvember. Þar sem jólin nálgast kallaði Maggi þennan hitting Aðventugleði og voru veitingarnar í þeim anda. Um 200 Grindvíkingar þekktust þetta boð Magga og starfsfólks hans og áttu góða stund saman. Ekki nóg með að Maggi hafi galdrað fram dýrindis rétti og drykki, heldur söng hann líka fyrir Grindvíkingana sem gerðu góðan róm að söng hans. Grindvíkingar voru einkar ánægðir og þakklátir með þetta framtak Magga og starfsfólks hans á Réttinum.