Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aðventugleði fyrir Grindvíkinga á Réttinum
Jólaskreytingarnar eru komnar upp hjá Magga á Réttinum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 09:43

Aðventugleði fyrir Grindvíkinga á Réttinum

„Ég geri allt fyrir uppáhaldsnágranna mína,“ segir veitingamaðurinn Magnús Þórisson á Réttinum en hann ætlar að bjóða Grindvíkingum og öðrum til sín á Réttinn á miðvikudag milli 18 og 21. Það vantar ekki hjá veitingastöðum í Reykjanesbæ að rétta nágrönnum sínum hjálparhönd en á laugardaginn var Grindvíkingum boðið á Brons þar sem frítt var í pílu og Grindvíkingar gátu verið saman.

Magnús var búinn að ganga með þessa pælingu í maganum í nokkurn tíma en talið er að hið minnsta 200 Grindvíkingar búi víðsvegar á Suðurnesjunum þessa dagana. „Ég ákvað að kalla þetta aðventugleði Grindvíkinga á Réttinum. Ég mun bjóða upp á jólarétti og fleira gott, gos og svaladrykki, kakó og piparkökur á meðan birgðir endast. Fyrst og síðast verður þetta samverustund fyrir Grindvíkinga og aðra sem vilja koma og sýna Grindvíkingum samhug. Það verða tónlistaratriði, open mic og þá bæði fyrir söng og gamanmál en fyrst og fremst er þetta hugsað sem notaleg stund hjá Grindvíkingum. Eflaust ætluðu grindvískir Manchester United aðdáendur að horfa á leikinn í Meistaradeildinni á móti Galatasary sem hefst kl. 17:45, það verður hægt að horfa á hann hjá mér. Ég vona að sem flestir láti sjá sig,“ sagði Magnús.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024