Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra upp að altarinu
Eysteinn Jónsson, hægri hönd Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, gekk í kvöld að eiga Rakel Þorsteinsdóttur. Þau eru bæði úr Keflavík. Eysteinn og Rakel voru gefin saman í Keflavíkurkirkju af séra Hirti Magna Jóhannssyni. Af því loknu var haldið til veislu í golfskálanum í Leiru, þar sem Rakel er ekki ókunn, enda á golfið upp á pallborðið hjá henni. Ljósmyndari Víkurfrétta var á kirkjutröppunum í Keflavík undir kvöld og tók þá meðfylgjandi mynd í hrísgrjónaregninu. Aldrei að vita nema fleiri myndir birtist í Tímariti Víkurfrétta sem er væntanlegt undir lok næstu viku.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson