Aðstandendur U.S.S.S.S. flestir Suðurnesjamenn
Kvikmyndin U.S.S.S.S. var frumsýnd fyrir helgi í Háskólabíói en aðstandendur myndarinnar eru flestir Suðurnesjamenn. Leikstjóri U.S.S.S.S. er Eiríkur Leifsson og stærstu hlutverkin eru í höndum Davíðs Guðbrandssonar og Jóns Marinós Sigurðssonar, sem leika félagana Rebba og Sæla. Undirtitill myndarinnar er "Ekkert sérstaklega rómantísk gamanmynd" enda er hér á ferðinni kolsvört kómedía.U.S.S.S.S. gerist á einum degi í Reykjavík og segir sögu aðalpersónanna tveggja, iðjuleysingjans Rebba, sem ákveður að ræna kaupmanninn á horninu og Sæla, eiganda safnaraverslunar, sem heldur hlífðarskyldi yfir Rebba og flækist óvart inn í flókna atburðarás.
Kostnaðurinn við gerð myndarinnar var í algjöru lágmarki enda unnin í sjálfboðavinnu.
Það gekk á ýmsu þegar unnið var að gerð myndarinnar. Meðfylgjandi frétt birtist í Víkurfréttum í tenglsum vð töku myndarinnar:
31.7.2000 13:29:00
Leikari handtekinn fyrir „vopnað“ rán
Lögreglan í Reykjanesbæ var kölluð út sl. laugardagskvöld um hálf ellefu leytið, þar sem tilkynnt var um að vopnað rán stæði yfir á bensínstöðinni Fitjaborg í Njarðvík.
Tilkynnandi kom fullur geðshræringar á lögreglustöðina og kvað grímuklæddan mann ógna starfsfólki stöðvarinnar með dúkahnífi og brást lögreglan því skjótt við og mætti á vettvang í snarhasti. Glæpamaðurinn var „meisaður“ og handtekinn í hvelli, en þá kom í ljós að hann var leikari að leika í stuttmynd. Eitthvað hafði aðstandendum stuttmyndarinnar láðst að láta lögreglu staðarins vita um fyrirætlanir sínar með þeim afleiðingum að leikarinn þurfti að eyða því sem eftir var kvöldsins á heilsugæslustöðinni þar sem „meisúðinn“ var skolaður úr vitum hans. Enn er ekki ljóst hvort athæfi stuttmyndagerðarmannanna verði kært, en ljóst er að þeir brutu lög um tilkynningarskyldu til lögreglu.
Kostnaðurinn við gerð myndarinnar var í algjöru lágmarki enda unnin í sjálfboðavinnu.
Það gekk á ýmsu þegar unnið var að gerð myndarinnar. Meðfylgjandi frétt birtist í Víkurfréttum í tenglsum vð töku myndarinnar:
31.7.2000 13:29:00
Leikari handtekinn fyrir „vopnað“ rán
Lögreglan í Reykjanesbæ var kölluð út sl. laugardagskvöld um hálf ellefu leytið, þar sem tilkynnt var um að vopnað rán stæði yfir á bensínstöðinni Fitjaborg í Njarðvík.
Tilkynnandi kom fullur geðshræringar á lögreglustöðina og kvað grímuklæddan mann ógna starfsfólki stöðvarinnar með dúkahnífi og brást lögreglan því skjótt við og mætti á vettvang í snarhasti. Glæpamaðurinn var „meisaður“ og handtekinn í hvelli, en þá kom í ljós að hann var leikari að leika í stuttmynd. Eitthvað hafði aðstandendum stuttmyndarinnar láðst að láta lögreglu staðarins vita um fyrirætlanir sínar með þeim afleiðingum að leikarinn þurfti að eyða því sem eftir var kvöldsins á heilsugæslustöðinni þar sem „meisúðinn“ var skolaður úr vitum hans. Enn er ekki ljóst hvort athæfi stuttmyndagerðarmannanna verði kært, en ljóst er að þeir brutu lög um tilkynningarskyldu til lögreglu.