Aðsókn í Fjörheima hefur aukist um 100%
Aðsókn að félagsmiðstöð unglinga í Reykjanesbæ hefur aukist mikið síðan á síðasta ári að sögn Hafþórs Birgissonar, forstöðumanns Fjörheima. Ýmislegt hefur verið á döfinni hjá unglingunum að undanförnu og má þar nefna hrekkjavöku, forvarnar- og fræðslukvöld, hippakvöld, söngvakeppni Fjörheima og margt fleira.
„Ég get fullyrt að það er u.þ.b. 100% aukning frá því á fyrri árum“, segir Hafþór en 270 unglingar mættu á söngvakeppnina sem haldin var fyrir stuttu. Verkefni vetrarins eru rétt að byrja en föstudaginn 30.nóvember verður haldið Para- og vinaball í Stapanum en húsnæði Fjörheima er allt of lítið fyrir viðburð af því tagi. Hljómsveitin Á MÓTI SÓL mun leika fyrir dansi. Á hverjum miðvikudegi hafa síðan verið haldin svonefnd Barakvöld þar sem margvíslegt er í boði. Um 130 unglingar hafa að meðaltali mætt á Barakvöldin sem sýnir nauðsyn kvölda af þessu tagi. Þá er einnig framundan útvarpsstöð sem unglingarnir skipuleggja í samstarfi við starfsfólk Fjörheima.
Fjörstöðin hefur göngu sína 22. nóvember og stendur til 29. nóvember á tíðninni fm 99,4 og eru bæjarbúar hvattir til að stilla inn á útvarpsstöðina. Unglingarnir hafa sótt útvarpsnámskeið
og munu vera með þætti sína frá 16:00 til 22:00 virka daga. Fjörstöðin er kostuð með auglýsingum og vill starfsfólk og unglingaráð Fjörheima koma á framfæri þökkum til þeirra er völdu að styrkja Fjörstöðina.
Þá hefur Útideildin verið með átak varðandi útivistartíma og lítur út fyrir að það forvarnarstarf er Útideild, lögregla og félagsþjónustan sé að skila sér. En mjög lítið hefur verið um unglinga og unglingadrykkju undanfarnar helgar. „Starfsfólk Útideildar er mjög ánægt með hvernig foreldrar hafa tekið á útivistarmálum upp á síðkastið“, segir Hafþór.
„Ég get fullyrt að það er u.þ.b. 100% aukning frá því á fyrri árum“, segir Hafþór en 270 unglingar mættu á söngvakeppnina sem haldin var fyrir stuttu. Verkefni vetrarins eru rétt að byrja en föstudaginn 30.nóvember verður haldið Para- og vinaball í Stapanum en húsnæði Fjörheima er allt of lítið fyrir viðburð af því tagi. Hljómsveitin Á MÓTI SÓL mun leika fyrir dansi. Á hverjum miðvikudegi hafa síðan verið haldin svonefnd Barakvöld þar sem margvíslegt er í boði. Um 130 unglingar hafa að meðaltali mætt á Barakvöldin sem sýnir nauðsyn kvölda af þessu tagi. Þá er einnig framundan útvarpsstöð sem unglingarnir skipuleggja í samstarfi við starfsfólk Fjörheima.
Fjörstöðin hefur göngu sína 22. nóvember og stendur til 29. nóvember á tíðninni fm 99,4 og eru bæjarbúar hvattir til að stilla inn á útvarpsstöðina. Unglingarnir hafa sótt útvarpsnámskeið
og munu vera með þætti sína frá 16:00 til 22:00 virka daga. Fjörstöðin er kostuð með auglýsingum og vill starfsfólk og unglingaráð Fjörheima koma á framfæri þökkum til þeirra er völdu að styrkja Fjörstöðina.
Þá hefur Útideildin verið með átak varðandi útivistartíma og lítur út fyrir að það forvarnarstarf er Útideild, lögregla og félagsþjónustan sé að skila sér. En mjög lítið hefur verið um unglinga og unglingadrykkju undanfarnar helgar. „Starfsfólk Útideildar er mjög ánægt með hvernig foreldrar hafa tekið á útivistarmálum upp á síðkastið“, segir Hafþór.