AÐRIR VALKOSTIR
Íþróttahreyfingin í Keflavík setti fram ósk um framkvæmdaröð 1996. Þar er upphitaður gerfigrasvöllur efstur á lista, síðan 25 metra innisundlaug og að lokum nýr salur við íþróttamiðstöðina, ekki síst til afnota fyrir fimleikafólkið. Einnig hefur nýlega komið fram formleg ósk frá Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi, um félagsmiðstöð í tengslum við fyrirhugaðainnisundlaug. Í Njarðvík eru uppi óskir um félagsaðstöðu í ný byggingu íþróttahússins og stækkun vallarhúss auk áframhaldandi uppbyggingu íþróttavalla. Á stór-Reykjavíkursvæðinu eru íþróttafélögin hvert á fætur öðru að koma sér upp gerfigrasvöllum, nú síðast FH . Kostaði sá völlur 35 milljónir óupphitaður. Hér mætti setja upphitaðan gerfigrasvöll á gamla malarvöllinn fyrir um 40 milljónir og heita vatnið kostar ekkert þar sem það fellur hvort eð er frá sundmiðstöðinni út í sjó í dag. Innisundlaug og félagsaðstaða kostar 120-130 milljónir og nýr salur við íþróttamiðstöðina, (C-salur), mundi kosta um 40 milljónir. Félagsaðstaða í Njarðvík og viðbótaframkvæmdir við íþróttamannvirki og vallarhús eru áætluð kosta um 50 milljónirAllt þetta má því framkvæma fyrir um 250 milljónir sem er einungis ríflega helmingur þess sem ætla má að fjölnota íþróttahús kosti með öllu. ALDREI er minnst einu orði á slíka byggingu í verkefnalistum íþróttahreyfingarinnar,enda er það raunsætt fólk sem ræður ferðinni þar. Gerir það sér vel grein fyrir því, að við höfum annars vegar engin efni á þessu ævintýri, hversu gaman sem það væri að hafa slíkt hús til afnota, og hinns vegar er þvíLjóst að fjölnota hús leysir ekki vanda sundfólks, fimleikafólks og bætir Mekki félagsaðstöðu íþróttahreyfingarinnar svo eitthvað sé nefnt.250-300 milljónir á 7 árum.Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ætlar að fá verktaka að byggja og síðan reka fjölnota íþróttahús í 7 ár. Er áætlað að leigan verði um 35-40 milljónir á ári auk frekari ábyrgða sem gætu numið 3-4 milljónum á ári. Þetta eru 250-300 MILLJÓNIR á 7 árum eða sem nemur ríflega öllum fram kvæmdalista íþróttahreyfingarinnar!!! Að þeim tíma loknum skal bærinn yfirtaka húsið og hefur þá EKKERT verið niðurgreitt af skuldum og ENGAR AFSKRIFTIR eru reiknaðar inn í framangreinda leigu og er hún þannig örugglega verulega vanáætluð. Stór hluti af leigunni er vaxtakostnaður verktakanna og er áætlað að þeir þurfi að greiða um 7% í vexti af sínum lánum á ári. Í október s.l. fékk Mosfellsbær 200 milljóna króna lán til íþrótta- og skólamannvirkja á 4,88% vöxtum. Miðað við þessar tölur er það ljóst að vaxtakostnaðurinn er um 8-9 milljónum meiri á ári hjá verktakanum en ef bærinn stæði sjálfur fyrir framkvæmdinni. Meirihlutinn vill sem sé greiða 60-65 milljónum króna meir í vexti á næstu sjö árum en nauðsynlegt væri.2,3-2,4 miljarða skuldabyrði.Allt þetta mál er að verða mjög raunarlegt fyrir bæinn. Ákvörðun um framkvæmdina er tekinn án þess að meirihlutinn hafi nokkra hugmynd um hvaða áhrif þessi gríðarlegu útgjöld hafa á framtíðargetu sveitarsjóðs til annarra framkvæmda og rekstrar. Húsinu er ætlaður staður á besta stað í miðbænum þvert á allt skipulag og án nokkurs rökstuðnings. Og að lokum virðast 60-65 milljónir til eða frá ekki skipta þá neinu máli þrátt fyrir að skuldir bæjarsjóðs séu nú um 2,3-2,4 miljarðar sem eru um 150% af áætluðum árstekjum bæjarsjóðs. Stöðva verður þessa óráðssíu ef ekki á illa að fara.