Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

 Aðeins  færri  fávitar  frá Sólborgu
Miðvikudagur 22. desember 2021 kl. 13:18

Aðeins færri fávitar frá Sólborgu

Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2020, sendi nú fyrir jólin frá sér sjálfstætt framhald af kynfræðslubókinni Fávitar sem kom út í fyrra. Sögur útgáfa gefur hana út.

„Bókin fjallar að mestu leyti um samskipti og sjálfsþekkingu og í henni reyni ég að leiðbeina unga fólkinu okkar hvað varðar samskipti í kynlífi og samböndum og undirstrika mikilvægi þess að við fáum leyfi fyrir öllu því sem við gerum í tengslum við annað fólk, séum heiðarleg við hvert annað og þá leiðrétti ég einnig ýmsar ranghugmyndir sem við fáum úr klámi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrri bókin var samansafn af kynfræðslutengdum spurningum sem ég hafði fengið sendar til mín á samfélagsmiðlum og á fyrirlestrum. Hún er skrifuð fyrir unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum.“

Hvernig hafa viðbrögðin verið?

„Viðbrögðin hafa verið góð. Það er ótrúlega gaman að gefa út bækur. Ég reyndar hélt það í miðju skrifferlinu að ég fengi að ferðast um landið og hitta fólk þegar bókin kæmi út, halda partý og svona, en svo mætti Covid-djöfullinn eina ferðina enn svo samfélagsmiðlarnir þurfa að duga annað árið í röð, svona að mestu leyti allavega.“

Hvað fékk þig til að henda í framhald?

„Fræðslunni er aldrei lokið. Á hverju ári verða börn að unglingum og þeir hafa svipaðar vangaveltur um þessa hluti og þeir sem á undan komu. Heimurinn og samfélagið er stöðugt að þróast og við þurfum að hafa okkur öll við svo okkur takist að fylgja með. Bækurnar eru góð leið til að opna á umræður um þessi málefni heima fyrir og í skólum og ég er viss um að þær svari mörgum spurningum unga fólksins okkar.“

Aðeins færri fávitar fæst í öllum helstu verslunum landsins, um allt land, t.d. Hagkaup, Bónus, Nettó, Eymundsson o.fl.