Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aðalfundur foreldrafélags Holtaskóla- aukafundur í kvöld
Þriðjudagur 23. maí 2006 kl. 09:39

Aðalfundur foreldrafélags Holtaskóla- aukafundur í kvöld

Stjórn foreldrafélagsins í Holtaskóla heldur aðalfund félagsins í kvöld kl. 20:00-21:30 á sal skólans. Aðalfundarefnið er breyting á 6. grein í lögum félagsins um hvenær aðalfundur skal haldinn. Stjórnin leggur að til að aðalfundur sé haldinn í lok skólaárs í stað byrjun skólaárs.

Á fundinum verður einnig farið yfir hefðbundinn aðalfundarstörf.

Í tilefni fundarins verður boðið uppá fróðlegan fyrirlestur um "Næringu og holdarfar barna og unglinga". Umfjöllunarefnið er eftirfarandi: Hvað borðar barnið þitt? Hversu hollur er maturinn sem við bjóðum börnunum? Hvað þýðir "létt" og "skert" í raun og veru? ásamt ýmsu öðru fróðlegu. Fyrirlesari er Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024