Að vera eða vera ekki …. áfram í Útsvari??
Reyknesingar tryggðu sér sigur í viðeign þeirra við lið Árborgar í sjónvarpinu í gærkvöldi með því að svara síðustu spurningunni rétt. Spurt var um í hvaða leikriti Sheakspear setningin „Að vera eða vera ekki“ hefði verið. Okkar fólk var auðvitað með svarið á hreinu: Hamlet.
Þau Hulda G. Geirsdóttir, Baldur Guðmundsson og Theodór Kjartansson knúðu fram nauman sigur gegn Árborgarliðinu sem veitti mjög harða keppni. Reykjanesbær var 4 stigum undir áður en síðasta spurningin kom. Hægt er að velja spurningu í þremur styrkleikaflokkum, sem gefa frá 5 til 15 stigum. Reykjanesbæjarliðið valdi spurningu sem gaf 5 stig enda átti það að duga til að sigra sem það og gerði.
Hvort keppnin hafi verið erfiðari en síðast þegar Reykjanes keppti er ekki gott að segja því okkar lið fékk núna 65 stig en 87 síðast. Aðal málið er þó að sigra og það tókst og liðið er komið áfram í næstu umferð sem verður eftir áramót.