Að lifa og njóta augnabliksins!
Á fallegu sumarkvöldi þegar sólin er enn hátt á lofti og sumarhitinn ásættanlegur, þá er tími til að njóta.
Það gerðu þessir tveir ræðarar á bátum sínum á Garðhúsavíkinni við Garðskaga á mánudagskvöld.
Þeir voru bara tveir með sjálfum sér á tjarnsléttum sjónum þegar ljósmyndari Víkurfrétta rauf kyrrðina með flygildi sínu.
Þeir veifuðu til myndavélarinnar á drónanum og settu svo hendur á árarnar og réru kajökum sínum lengra út á víkina.