Að hafa gaman og njóta er nauðsynlegt
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir
Aldur: 15
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Ég er að fara á Unglingalandsmótið.
Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Nei, er ekki vanaföst.
Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Í fyrra þegar ég fór til ömmu og afa á Selfossi.
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?
Að hafa gaman og njóta.
Hvað ertu búin að gera í sumar?
Er búin að vera vinna, á landsliðsæfingum og fór líka í landsliðsferð til Finnlands.
Hvað er planið eftir sumarið?
Byrja í framhaldsskóla og æfa körfubolta.