Miðvikudagur 25. janúar 2006 kl. 18:13
Ábyrg netnotkun: Fundur í Vogum

Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins í Reykjanesbæ, mun halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Ábyrg netnotkun ungs fólks“ í Tjarnarsal í Stóru-Vogaskóla á morgun fimmtudag. Fundurinn, sem er á vegum foreldrafélags skólans hefst kl. 20.