ÁBENDING TIL FORELDRA VEGNA HVERFASKIPTINGAR GRUNNSKÓLA
Að gefnu tilefni skal á það bent að samkvæmt ákvörðun bæjaryfirvalda skulu grunnskólabörn í Reykjanesbæ sækja sinn hverfisskóla og er þá miðað við lögheimili forráðamanns. Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að virða þessa reglu.Undantekningar frá þessari reglu eru eftirfarandi: a) Ef nemandi þarf sértæk úrræði sem eru ekki í hans boði í hans skólahverfi að mati skólastjóra, sérfræðinga og í samráði við foreldra. b) Ef nemandi flyst milli skólahverfa á skólaárinu, þá eigi hann kost á að ljúka skólaárinu þar sem hann hóf nám að hausti. c) Ef nemendafjöldi einstakra árganga verður mjög misskipt milli skóla verði nemendum hverfisins boðið að sækja þann skóla sem hefur fámennari bekkjardeildir. Ef til þess kemur að hnika verði til skólasvæðum vegna íbúaþróunar þá verði tryggt að börn úr sömu fjölskyldu geti sótt sama skóla sé það ósk foreldra/ forráðamanna.Beiðnir um undantekningar samkvæmt ofangreindu þurfa að vera skriflegar og berist til Skólaskrifstofu.Skólamálastjóri