Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Á hringferð með sumarútgáfu Víkurfrétta
Föstudagur 10. júní 2005 kl. 10:28

Á hringferð með sumarútgáfu Víkurfrétta

Sumarútgáfa Víkurfrétta hefur verið með blómlegasta hætti í sumar þar sem nú eru komin út þrjú vegleg kynningarrit um Reykjanes fyrir ferðamenn. Mikil vinna hefur farið í gagnavinnslu og uppsetningu og hefur nú verið lagt í hringferð um Ísland til að dreifa útgáfunni á helstu ferðamannastaði landsins.

Jón Björn Ólafsson, auglýsinga- og sölufulltrúi Víkurfrétta, hóf yfirreið sína um landið í gær á Volkswagen Caddy bifreið sem Hekla lánaði til fararinnar og dreifði efninu á ferðamannastaði á Suðurlandsundirlendinu. Ættu innlendir sem erlendir ferðalangar um allt land því að hafa greiðan aðgang að fjölbreyttu efni um Reykjanes á næstu dögum. Mun Jón Björn greina daglega frá því er á daga hans drífur fjarri heimahögum hér á vf.is og verður myndasafn úr ferðinni sett á vefinn eftir helgi.

Nú þegar hafa Víkurfréttir gefið út og komið í dreifingu Reykjanes Map 2005-2006, götu- og ævintýrakorti af Reykjanesi á íslensku og ensku. Hinar tvær útgáfurnar eru Ferðablað Víkurfrétta og Enjoy more of Reykjanes. Ferðablaðið er á íslensku og miðast af þörfum íslenskra ferðamanna. Þar má finna mikið af gagnlegum upplýsingum um Reykjanesið ásamt skemmtilegum myndum af náttúru og mannlífi. Enjoy er hins vegar á þýsku og ensku og greinir frá því sem merkilegast er að skoða hér á Reykjanesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024