Á heilan bústofn
- Ríta Kristín Haraldsdóttir Prigge er Suðurnesjamaður vikunnar
Suðurnesjamaður vikunnar er Ríta Kristín Haraldsdóttir Prigge sem leikur Rauðhettu í uppfærslu Leikfélags Keflavíkur. Ríta er á þriðja ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er á myndlistarbraut. Hún vinnur í afleysingum hjá Reykjavík Excursions, stundar líkamsrækt og er professional Netflix áhorfandi.
Nafn: Ríta Kristín Haraldsdóttir Prigge.
Aldur: 18 ára
Fjölskylda: Foreldrarnir heita Haraldur Valbergsson og Þóra Björg Einisdóttir. Bróðirinn Gustav Helgi Haraldsson er einnig í Leikfélagi Keflavíkur.
Áhugamál: Leiklist, skíði, hestamennska, að versla, ferðast, vera með vinum og fjölskyldu.
Leyndur hæfileiki: Ég er góð að teikna og er á myndlistarbraut.
Fyrsta bernskuminningin: Þegar ég var fjögurra ára í silkináttkjól af mömmu, með perlurnar hennar og í prinsessu hælaskóm að syngja með Grease.
Uppáhalds nammi: Bland í poka.
Uppáhalds bækur: Hunger games.
Gæludýr: Á tvo hunda, hesta, kindur og hænur, sem sagt heilan bústofn.
Fallegasta náttúruperla á Suðurnesjum: Bergið.