Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Á ferðinni á mótorknúnu hjóli
Þriðjudagur 14. júní 2005 kl. 19:37

Á ferðinni á mótorknúnu hjóli

Hallbjörn Sæmundsson spókaði sig um í góða veðrinu í dag á mótorknúnu hjóli af gerðinni Sparta. Um er að ræða nokkurskonar vespu en hjólið hefur hjálparmótor.

„Ég nota það nú lítið, aðallega þegar veðrið er gott og ég þarf að skjótast eitthvað. Ég fór þó á því til Sandgerðis í fyrra og tók það mig um klukkustund að fara hringinn. En hjólið kemst á um 30-40 km hraða á klukkustund, samt eyðir það ekki nema 1 lítra á hundraði. Það gengur fyrir blöndu af bensíni og olíu og þótt það sér orðið 17 ára þá sér lítið á því.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024