Á BAÐFÖTUM Í SANDVÍK
Soffía Erla Einarsdóttir, 19 ára Keflavíkurmær, naut veðurblíðunnar í Sandvík á Reykjanesi í fyrradag. Veðrið hefur leikið við okkur á Suðurnesjum síðustu daga og þegar þetta er skrifað er ekki von til þess að breyting verði á veðurhorfum næstu daga. Opinberir hitamælar í næsta nágrenni höfuðstöðva Víkurfrétta sýndu +18°C síðdegis á þriðjudag og þegar litsíður Víkurfrétta fóru í prentun í hádeginu í gær brostu hitamælarnir við sólinni og stefndu hátt!Það er af Soffíu Erlu að frétta að hún starfar við þjónustustörf á Café DUUS við smábátahöfnina í Keflavík en tók sér frí um stund á þriðudaginn til að skella sér í sjóinn í Sandvík. Svört sandfjaran er kjörin til sólbaða og ótrúlegt nokk - sjórinn er heitur. Baðfötin eru frá versluninni B-wear í Keflavík sem selur Billabong vörur. Veðrið í sumar hefur kannski ekki verið mjög hvetjandi til að selja bikiní en kaupmaðurinn í B-wear og aðrir sölumenn sundfata ættu að geta glaðst yfir veðurspánni næstu daga. Það gerum við alla vega á Víkurfréttum.VF-mynd: Kristín Stefánsd.