90 ára afmæli Kvenfélags Grindavíkur
Hátíðarmessa og kaffisamsæti verða haldin í Grindavíkurkirkju í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélags Grindavíkur, sunnudaginn 24. nóvember kl. 14:00. Una María Óskarsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands, verður ræðumaður og kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Einsöngvari verður Björg Pétursdottir.
Kvenfélagskonur taka þátt í messunni. Kvenfélagið býður til kaffisamsætis í Hópsskóla kl. 15:00.