Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

90 ára afmæli í Vogunum
Föstudagur 14. desember 2012 kl. 18:00

90 ára afmæli í Vogunum

Guðrún Lovísa Magnúsdóttir frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd eða Lúlla í Lyngholti í Vogunum fagnar 90 ára afmæli 18. desember. Af því tilefni verður hún með „Lúllu kaffi“ í Tjarnarsal,  Stóru-Vogaskóla laugardaginn 15. desember á milli kl. 14 og 18.

Þeir sem eitthvað þekkja til hennar eru hjartanlega velkomnir til að kasta á hana kveðju og þiggja veitingar í hennar boði. Eiginmaður Guðrúnar Lovísu var Guðmundur Björgvin Jónsson (f. 1. okt. 1913 - d. 23. sept. 1998) frá Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Saman áttu þau 12 börn og eru niðjar þeirra orðnir 113.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef fólk vill gefa henni gjöf þá verður „peningakassi“ í anddyrinu merktur björgunarsveitinni  Skyggni í Vogum, aðrar gjafir vill hún ekki.