HS Veitur
HS Veitur

Mannlíf

70 ára afmælistónleikar Karlakórs Keflavíkur á laugardaginn
Fimmtudagur 9. nóvember 2023 kl. 06:09

70 ára afmælistónleikar Karlakórs Keflavíkur á laugardaginn

Þann 1. desember næstkomandi fagnar Karlakór Keflavíkur 70 ára starfsafmæli sínu. Í tilefni af þeim merka áfanga blæs kórinn til stórtónleika í Hljómahöll laugardaginn 11. nóvember kl. 20:00. Farið verður yfir sögu kórsins í máli, myndum og miklum og kröftugum söng.

Einsöngvarar koma allir úr röðum kórfélaga og eru m.a.: Cesar Alonzo Barrera, Haraldur Helgason, Ingi Eggert Ásbjarnarson, Kristján Þorgils Guðjónsson og Valgeir Þorláksson.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Búast má við sögum af skemmtilegum uppákomum úr kórstarfinu í gegnum tíðina og ekki er ólíklegt að hinn fornfrægi Keflavíkur-kvartett gangi í endurnýjun lífdaga með nýjum meðlimum.

Stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Jóhann Smári Sævarsson, hljómsveitarstjóri og píanóleikari er Sævar Helgi Jóhannsson. Ennþá eru til miðar á viðburðinn en miðasala er á tix.is.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025