Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

70 ára afmælistónleikar Karlakórs Keflavíkur á laugardaginn
Fimmtudagur 9. nóvember 2023 kl. 06:09

70 ára afmælistónleikar Karlakórs Keflavíkur á laugardaginn

Þann 1. desember næstkomandi fagnar Karlakór Keflavíkur 70 ára starfsafmæli sínu. Í tilefni af þeim merka áfanga blæs kórinn til stórtónleika í Hljómahöll laugardaginn 11. nóvember kl. 20:00. Farið verður yfir sögu kórsins í máli, myndum og miklum og kröftugum söng.

Einsöngvarar koma allir úr röðum kórfélaga og eru m.a.: Cesar Alonzo Barrera, Haraldur Helgason, Ingi Eggert Ásbjarnarson, Kristján Þorgils Guðjónsson og Valgeir Þorláksson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Búast má við sögum af skemmtilegum uppákomum úr kórstarfinu í gegnum tíðina og ekki er ólíklegt að hinn fornfrægi Keflavíkur-kvartett gangi í endurnýjun lífdaga með nýjum meðlimum.

Stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Jóhann Smári Sævarsson, hljómsveitarstjóri og píanóleikari er Sævar Helgi Jóhannsson. Ennþá eru til miðar á viðburðinn en miðasala er á tix.is.