Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

650 manns á þorragleði í Garðinum - myndasafn
Sunnudagur 23. janúar 2011 kl. 16:39

650 manns á þorragleði í Garðinum - myndasafn

Þorrablót Suðurnesjamanna var haldið í Garðinum í gærkvöldi og voru 650 manns í mat og skemmtun í íþróttahúsinu í Garði. Þorrablótið er samstarfsverkefni Björgnuarsveitarinnar Ægis og Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði en þetta er í annað sinn sem þorrablótið er haldið.

Það var Axel Jónsson, maður ársins 2010 á Suðurnesjum, sem sá um þorramatinn ásamt sínu fólki í Skólamat. Fjölbreytt skemmtun var á kvöldinu og síðan var dansað fram á nótt með Ingó og veðurguðunum. Veislustjóri var Logi Bergmann Eiðsson.

Meðfylgjandi myndir
voru teknar á þorrablótinu í gærkvöldi. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024