600 manns sungu lag eftir Magga Kjartans
- á friðarhátíð í Hörpu um helgina.
Það er ekki á hverjum degi sem sex hundruð kórsöngvarar syngja lag eftir Suðurnesjafólk, en það gerðist í Hörpu um helgina. Tuttugu mismunandi kórar komu saman og sungu m.a. To be grateful eftir Magnús Kjartansson og sungu um leið fyrir heimsfriði. Friðarhátíð Reykjavíkur stóð yfir vikuna á undan og var samsöngurinn hámarks dagskrárinnar. Vísir greindi frá.
Karlakór Keflavíkur og Sönghópur Suðurnesja voru meðal þátttakenda ásamt fjölda annarra mismunandi kóra. Viðstaddir töluðu um að stundin hafi verið stórkostleg og hrífandi og spor í þá átt að heimsfriður gæti komist á. Gamall spádómur segir að friðarljós mannkyns á jörðu muni koma frá lítilli eyju í norðri, vonandi rætist sá spádómur ef ljósið fær að loga.
Klukkan fimm sama dag fimm söng kórinn síðan lagið Love eftir John Lennon en hið sama gerðu kórar víða um heim. Áætlað er að Friðarhátíðin í Reykjavík verði að árlegum viðburði.