600 manns á jólaballi Isavia
Jólaball Isavia var haldið á Keflavíkurflugvelli í gær og að sögn aðstandenda heppnaðist það mjög vel. Ballið er haldið árlega fyrir allt starfsfólk flugstöðvarinnar og er orðið ómissandi þáttur í jólastemningunni hjá þeim sem það sækja. Um 600 manns mættu á jólaballið í gær. Ingó veðurguð hélt uppi miklu fjöri og sjálfur íþróttaálfurinn lét sjá sig og gerði armbeygjur og fleira með krökkunum.
Bjúgnakrækir og Kertasníkir rötuðu á söng barnanna og glöddu þau með skemmtun og gjöfum. Þá bauð bróðir þeirra, Stekkjastaur, öllum sem vildu uppá að fá fallega mynd með sér.
Meðfylgjandi eru myndir frá ballinu.