6. bekkur Heiðarskóla bakaði til styrktar Velferðarsjóði
Nemendur í 6. bekk Heiðarskóla og margir foreldrar þeirra komu saman í skólanum og bökuðu muffins kökur og seldu svo til styrktar Velferðarsjóði Keflavíkurkirkju.
Séra Skúli Ólafsson, sóknarprestur í Keflavík var í hópnum en hann á son í 6. bekk. Hann sagði þetta frábært framtak hjá krökkunum og foreldrum þeirra. Þátttakan hefði verið mjög góð og allir hefðu skemmt sér vel við baksturinn. Nettó og Nesbú styrktu baksturinn hjá krökkunum sem bökuðu um tvö þúsund múffur.
Velferðarsjóðurinn var stofnaður fljótlega eftir kreppu. Hann hefur starfað eins og nokkurs konar fjölskylduhjálp á Suðurnesjum. Fjölmargir aðilar á svæðinu hafa gefið til sjóðsins sem er undir stjórn Keflavíkurkirkju.
Efst: Hressar stelpur með eggin frá Nesbú. Nemendur og foreldar hjálpuðust að við baksturinn.
Alls voru bakaðar yfir 2000 múffur. Margar hendur vinna létt verk...
Allur ágóði af sölunni rann til Velferðarsjóðs Keflavíkurkirkju...
...og þar er Skúli Ólafsson, sóknarprestur en hann var líka í bakstrinum í Heiðarskóla.
Ljúffengar múffur - tilbúnar. VF-myndir/Páll Orri og Páll Ketils.