Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 5. október 2002 kl. 13:31

5.GG í Njarðvíkurskóla nýtir veðurblíðuna í náttúruskoðun

Nemendur 5.GG í Njarðvíkurskóla fóru fyrr í haust og lögðu gildrur fyrir pöddur víðsvegar í Njarðvík. Viku síðar sóttu þau veiðina. Síðan var hafist handa við að flokka og rannsaka. Mikið fjör var í kringum þessa vinnu og er henni ekki nærri lokið. Fimmtudaginn síðast liðinn fann einn nemandinn Admírál fiðrildi og kom því lifandi inn í kennslustofu. Daginn eftir voru nemendur búnir að útbúa búr fyrir fiðrildið og nú reyna þeir að halda því lifandi.Nemendur skrá atferli fiðrildisins og reyna að fræðast sem mest um það. Nú er bara að bíða og sjá hvað lengi tekst að halda því á lífi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024