44 nemendur útskrifuðist frá Háskólastoðum
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum útskrifaði 44 nemendur frá Háskólastoðum í sumar.
Útskriftarhópurinn var blandaður af staðnáms – og dreifinámsnemendum sem voru búin að stunda námið frá ágúst 2009 eða janúar 2010.
Þetta var jafnframt síðasta útskrift MSS úr Háskólastoðum því nafninu hefur verið breytt í Menntastoðir að beiðni menntamálaráðuneytisins sem fannst nafnið of keimlíkt Háskólabrú Keilis og valda misskilningi.
Námið í Menntastoðum er byggt upp til 6 eða 10 mánaða og er m.a. undirbúningur undir Háskólabrú Keilis. Námið er samstarfsverkefni Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum sem sér um alla daglega umsjón með náminu og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Keilis. Megin áhersla í náminu er lögð á sjálfseflingu, stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku.
Tveir nýir hópar eru nú farnir af stað í Menntastoðum á haustönn 2010, einn staðnámshópur og einn dreifinámshópur. Staðnámshópurinn sækir námið í dagskóla og lýkur námi í janúar 2011 en dreifinámshópurinn er með fjarnámssniði og mun ljúka sínu námi í júní 2011 . Fyrir í náminu er einn dreifinámshópur sem byrjaði í janúar 2010 og mun ljúka í janúar 2011.
Nánari upplýsingar um námið í Menntastoðum má finna inni á vef MSS, www.mss.is.
VFmyndir/elg.