400 mættu í skötumessu - myndir
400 manns mættu í skötumessu sem haldin var í Gerðaskóla í Garði í gærkvöldi. Auk skötu, saltfisks og plokkfisks var boðið upp á glæsilega skemmtidagskrá sem stóð fram eftir kvöldi.
Meðfylgjandi myndasafn sýnir brot af þeim gestum sem voru í Garðinum í gærkvöldi og borðuðu til góðs en hagnaður af skötumessunni fer í að styrkja fötluð og veik börn og ungmenni.