Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

365 fiskar í Duushúsum
Laugardagur 30. apríl 2005 kl. 18:22

365 fiskar í Duushúsum

Sýning þýsk-tékkneska listamannsins Martin Smida opnaði í Listasafni Reykjanesbæjar í gær. Var mikið fjölmenni samankomið til að berja þessa merkilegu sýningu augum, en hún er samstarfsverkefni Listasafnsins og þýsk-íslenska menningarfélagsins Germaníu.

Sýningin, sem ber yfirskriftina 365 fiskar, var opnuð formlega af sendiherra Þýskalands á Íslandi, Johann Wenzl. Hún var fyrst sýnd í september árið 2001 í Þýskalandi og hefur vakið mikla athygli.

Í sýningarskránni segir Smida frá því að fiskarnir séu sprottnir úr litlum augnablikum sem hafi gefið honum hugmyndirnar að fiskunum. Á sýningunni má m.a. sjá dansandi ballettfisk, fisk í niðursuðudós, rokkarafisk og 363 aðra fiska.

Sýningin stendur til 11. júní 2005 og er sýningarsalur safnsins í Duushúsum opinn alla daga frá kl. 13 - 17:30.

VF-myndir/Þorgils

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024