350 glæsilegar konur í Garðinum
– Sjáið myndirnar frá Konukvöldi Víðis
Alls voru um 350 konur á vel lukkuðu konukvöldi Víðis sem fram fór í íþróttahúsinu í Garði um liðna helgi. Konukvöldið er árleg fjáröflunarsamkoma Víðiskvenna og að þessu sinni voru þau Helga Braga og Páll Óskar skemmtikraftar kvöldsins.
Auk kvöldverðar og tískusýninga var efnt til happdrættis og mikillar skemmtidagskrár sem síðan endaði með Pallaballi fram undir rauðan morgunn.
Meðfylgandi myndir tók Helgi Líndal, 14 ára áhugaljósmyndari í Garðinum á konukvöldinu.
SKOÐA MYNDASAFN FRÁ KONUKVÖLDI VÍÐIS